Trump segir að Bandaríkin og allur heimurinn eigi að krefjast skaðabóta af Kommúnistaflokki Kína vegna heimsfaraldursins

Fyrrum forseti Donald Trump sagði 5. júní að Bandaríkin og heimurinn ættu að krefjast skaðabóta frá heimsfaraldri frá Kínverska kommúnistaflokknum (CCP) og hvatti stjórn Biden til að hækka tolla á kínverskar vörur í 100 prósent.

Fyrrverandi forseti lét þessi orð falla á árlegu þingi repúblikanaflokksins í Greenville í Norður-Karólínu.

„Tíminn er kominn, að Ameríka og heimurinn krefjist skaðabóta og ábyrgðar af Kommúnistaflokknum í Kína. Við ættum öll að lýsa því yfir með einni sameinaðri rödd, að Kína verði að greiða. Þeir verða að borga. Bandaríkin ættu strax að gera ráðstafanir og setja á 100 prósenta toll á allar vörur framleiddar í Kína.“

Kommúnistaflokkur Kína tilkynnti ekki alþjóðlegum heilbrigðisyfirvöldum, þegar heimsfaraldur COVID-19 braust út í Wuhan í Kína. Stjórnin lokaði stórborginni innanlands en leyfði millilandaflug til og frá flugvellinum í Wuhan. Kommúnistaflokkurinn hefur einnig látið fjarlægja öll sönnunargögn um uppruna veirunnar á rannsóknarstofu Veirustofnunarinnar í Wuhan.

„Í fyrra orsakaði Kína áætlað 16 trilljón dala efnahagslegt tjón í Bandaríkjunum með veiru, sem ég kalla Kínaveiruna vegna þess að ég vil vera nákvæmur, sem kostaði hundruð þúsunda meðborgara okkar lífið“ sagði Donald Trump.

Trump sagði að heimsfaraldurinn breytti viðskiptasamningnum, þegar hann var að semja við Kína. Á þeim tíma lagði stjórnin á verulega tolla á kínverskar vörur og Kommúnistaflokkur Kína svaraði með eigin tollum. Stjórn Joe Biden forseta hefur ekki hreyft við tollunum. Trump benti á að „milljarðar ofan á milljarða dollara streyma inn“ í kjölfarið.

„Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég minnist jafnvel á viðskiptasamninginn. Það hefur í raun verið mjög gagnlegt. En það er svo pínulítið miðað við eyðilegginguna sem hefur orðið. Við ættum að endurfjárfesta 100 prósent af öllum þeim peningum sem koma frá tollinum til að hjálpa að koma störfum og verksmiðjum aftur heim frá Kína og öðrum stöðum til Bandaríkjanna og aftur til hins mikla fylkis Norður-Karólínu, þar sem þær eiga heima.“

Þó að Biden-stjórnin hafi kollvarpað mörgum af stefnumálum Trumps, þá hefur hún að mestu látið vera að hreyfa við tollum og öðrum slíkum álögum sem forverinn lagði á.

Ræðan í Greenville er önnur stóra opinbera framkoma Dopnald Trump síðan hann yfirgaf Hvíta húsið í janúar. Fyrrverandi forseti hefur sett sér að vera áfram virkur í stjórnmálum og hefur gefið í skyn að hann gæti keppt um forsetaembættið árið 2024.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila