Trump stofnar eigin félagsmiðil á næstu mánuðum

Donald Trump situr ekki aðgerðalaus. Hann stofnar eigin nýjan félagsmiðil sem sagður er muni gjörbreyta leikreglunum í bransanum.

Jason Miller einn af ráðgjöfum Donald Trumps segir í viðtali við Fox News, að forsetinn fyrrverandi muni koma aftur á félagsmiðla fljótlega en þá á eigin félagsmiðli sem „mun marka tímamót.“ Donald Trump var útilokaður frá Twitter og nokkrum öðrum helstu félagsmiðlum í sambandi við forsetakosningarnar og snýr núna aftur til baka en þá með eigin félagsmiðil í beinni samkeppni við þá sem fyrir eru. Jason Miller segir að miðillinn verði opnaður innan tveggja til þriggja mánaða.

„Ég trúi því, að þessi miðill muni verða heitasta umræðuefnið á félagsmiðlum. Nýi miðillinn mun umskrifa leikreglurnar og allir munu hafa augun á og fylgjast nákvæmlega með því, hvað Trump fv. forseti muni gera“ segir Miller.

Ráðgjafinn segir að hann geti ekki upplýst meira að svo stöddu en segir þó að Trump hafi haft fundi með hátt settum einstaklingum í bransanum á heimili sínu í Mar-a-Lago í Flórída. Mörg fyrirtæki hafa einnig haft samband við fyrrverandi forseta og sýnt mikinn áhuga á málinu.

Miller segir að „nýi félagsmiðillinn mun verða stór.“ Spáir hann því, að Trump muni draga til sín „tugi milljóna manns.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila