Trump stofnar nýjan netmiðil sem verður áskorun á bæði Facebook og Twitter

Í sama hlutfalli og vinsældir Joe Bidens hrapa ofan í dýið, þá fær fv. Bandaríkjaforseti Donald Trump byr undir báða vængi. Hann tilkynnti nýjan „órétttrúnaðarmiðil –Sannleikann á félagsmiðlum“ í vikunni og má búast við að raddir þeirra órétttrúuðu hljómi sterkt í heiminum frá og með næsta ári. (SKsk Rumble).

Fv. Bandaríkjaforseti Donald Trump tilkynnti í vikunni, að hann hafi stofnað netmiðilinn „TRUTH Social“ eða Sannleikann á félagsmiðlum, sem muni keppa við aðra félagsmiðla.

Í lok kjörtímabils síns var Trump útilokaður frá stærri netmiðlum eins og Facebook og Twitter, þar sem hann hafði fleiri milljónir fylgjendur. Eftir það hefur hann haft samskipti við stuðningsmenn með heimasíðu sinni og yfirlýsingum og fréttabréfum. Í október bað Trump alríkisdómara að dæma Twitter til að aflétta banninu á sig. Sögusagnir um að Trump myndi skapa algjörlega nýjan netmiðil hafa verið í lengri tíma og í sumar setti fyrrum talsmaður Trumps, Jason Miller, upp netmiðilinn GETTR til áskorunar einokunarveldi Facebook og Twitter.

Betaútgáfan prófuð í nóvember

Núna verður því algjörlega nýr og eigin netmiðill Trumps kynntur fljótlega og verður sérstökum útvöldum boðið að prófa betaútgáfu miðilsins í næsta mánuði. Búist er við að miðillinn opni á fyrsta ársfjórðungi á næsta ári fyrir almenning ef áætlanir standast. Tilkynningin um netmiðil Trumps kemur samtímis og Fjölmiðla- og tæknihópur Trumps rennur saman við Digital World Acquisition Corp.

Fjölmiðla- og tæknihópur Trump hefur einnig áætlanir um að opna eigin streymiveitu undir nafninu TMTG+, sem ætlað er að hafa pólitískan órétttrúnað að leiðarljósi.

Trump segir í yfirlýsingu að „Ég skapaði TRUTH Social og TMTG til að rísa upp gegn harðræði netrisanna. Við lifum í heimi, þar sem Talíbanar hafa gríðalega nærveru á Twitter en búið er að þagga niður í uppáhalds bandaríska forsetanum þínum. Slíkt er óviðunandi.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila