Trump: Twitter og Facebook stunda „fullkomna ritskoðun”

Facebook telur Donald Trump vera stórhættulegan mann og hefur auglýst viðtal Lara Trump við Donald Trump mjög vel með því að „banna rödd f.v. forseta á Facebook.”

Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump fv. Bandaríkjaforseta tók á skírdag fyrsta langa viðtalið við Trump eftir að hann fór frá völdum. Í viðtalinu ásakar Trump Facebook og aðra tæknirisa fyrir að ástunda „fullkomna ritskoðun.” Facebook hafði áður bannað viðtalið á Facebook og skrifaði Lara tölvubréf, þar sem fyrirtækið lýsti því yfir að „rödd Donald Trumps væri bannað á Facebook og að þeir sem dreifðu röddinni ættu von á refsiaðgerðum Facebook.” Donald Trump sagði í viðtali við Dr. Gina Loudon:

Enginn hefði getað ímyndað sér það sem er að gerast núna í landinu. Þetta fullkomin ritskoðun. Þú hefur ekki málfrelsi í þessu landi. En þú veist hvað gerist, þeir taka það burtu og þá tala menn meira um það “

Bannað að „dreifa rödd Trumps”

Trump lýsti viðtalinu við tengdadótturina, sem sjá má hér að neðan, sem mjög góðu viðtali. Lara Trump hefur birt skjáskot, sem sýnir tölvupóst frá fulltrúa Facebook sem segir, að myndbandið hafi verið fjarlægt vegna þess að það „innihéldi Trump forseta að tala“ og „rödd Donald Trumps.“

„Í samræmi við lokunina sem við settum á Facebook og Instagram reikninga Donald Trump, verður frekara efni með rödd Donalds Trumps fjarlægt og það hefur í för með sér frekari takmarkanir fyrir notandann“ voru skilaboðin frá Facebook.

Eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar var Trump lokaður frá Twitter, Facebook, Google og öðrum vettvangi og fullyrt að forsetinn hefði hvatt stuðningsmenn til að beita ofbeldi í ræðu sinni. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, tilkynnti að Trump hefði verið bannaður

„vegna þess að hann notaði vettvang okkar til að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn.“

Sjá nánar hér

Viðtal Lara Trump við 45. forseta Bandaríkjanna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila