Trump vekur enn á ný athygli á ofbeldinu í Svíþjóð – Danir vilja heldur ekki „hafa það eins og í Svíþjóð“

Donald Trump fv. Bandaríkjaforseti segir í nýrri ræðu sem varpað var á stórskjá á samkomu í Wisconsin laugardagskvöld sem sjá má á myndbandi hér, að Svíþjóð hefði áður verið þekkt fyrir að vera eitt af tryggustu löndum í Evrópu – en ástandið í dag sé hið gagnstæða. Síðast þegar Trump minntist á ofbeldið í Svíþjóð hristist sænska ríkisstjórnin eins og laufblað í vindi og Carl Bildt þusti á vettvang og gaf í skyn, að Donald Trump hafi verið að reykja fíkniefni: „Hvað var Trump eiginlega að reykja?“ spurði Bildt. Orðheppni þessa fv. forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur ekki aukist neitt síðan. Trump benti Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar á það í heimsókn þess síðarnefnda til Bandaríkjanna 2018, að „Svíþjóð væri í vanda statt sökum alls fólksinnflutnings.“

Í ræðunni laugardagsköld ræddi Trump um innflytjendavandamálin í Bandaríkjunum og bar saman við Svíþjóð:

„Ég sá nýlega skýrslu um Svíþjóð, að það er virkilega illa statt í sambandi við glæpamennskuna. Einnig Þýskaland. Þessi lönd voru venjulega öruggustu löndin í Evrópu og er nú að verða mjög óörugg. Eitt af ótryggustu löndunum er Svíþjóð. Vitið þið af hverju? Vegna þess að þeir hleypa fólki inn í landið sem skapar gríðarlega sundrungu.“

Hvað gerðist eftir að Svíþjóð skipti út 2% þjóðarinnar á einu ári?

Þá var Svíþjóð til umræðu hjá Tucker Carlsson, Fox News og sagði hollensk-sænska blaðakonan Eva Vlaardingerbroek við Tucker að „það sem gerðist var að farsótt afbrota geisaði í Svíþjóð. Fyrir bara viku síðan kom sænsk skýrsla um banvænar skotárásir og þá sýnir það sig, að Svíþjóð fer frá því að vera eitt af öruggustu löndum í Evrópu til að vera næst hættulegasta landið að vera í.“ Eva benti á það að yfirvöld neita enn þá sambandi milli innflutnings og afbrota.

Við segjum alltaf: „Við viljum ekki hafa það eins og í Svíþjóð“

Sören Pape Poulsen flokksleiðtogi íhaldsmanna í Danmörku segir í viðtali við sænska sjónvarpið, að þegar Danir ræði innflytjendamál og afbrot, þá segi þeir alltaf: „Við viljum ekki hafa það eins og í Svíþjóð!“ Þegar einn blaðamaður sagði við mig, að einn ráðherrana ykkar hefði nefnt að það „gæti ef til vill fundist eitthvað samband á milli mikils fólksinnflutnings og afbrota“ þá gat ég ekki annað en hlegið. Ég spurði bara „Hvernig getið þið einu sinni verið að ræða það? Blindur maður rekst á vanda með stafnum sínum og þetta er miklu stærra vandamál.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila