Trump: „Við stöðvum þetta núna” – Óeirðir í 140 borgum Bandaríkjanna – útgöngubann í 40 borgum – Þjóðvarðliðið til hjálpar í 23 fylkjum

Donald Trump forseti Bandaríkjanna

Óhætt má segja að Bandaríkin hafa ekki upplifað önnur eins mótmæli í kjölfar dauða blökkumannsins George Floyd síðan 1968 Martin Luter King  og ljóst er að hrottaleg aðför lögreglunnar í Minneapolis að George Floyd hefur verulega hreyft við tilfinningum fólks en myndband af atburðinum hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Breiddust mótmælin út á nokkrum dögum til 140 borga í öllum hornum Bandaríkjanna.

Friðsamleg mótmæli blökkumanna fengu smám saman á sig allt annan blæ en að snúast um réttindamál þeirra og voru skemmdarstörf unnin á opinberum byggingum, kveikt í húsum og bílum og búðir og veitingahús eyðilögð og þjófnaður framinn.

Hafa margir blökkumenn orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá íhlutun og þurft að verja eigin hverfi og líf gegn uppvöðsluskríl sem virðist í mörgum tilvikum hafa verið keyptur og fluttur á milli staða í skipulögðum skemmdaraðgerðum. M.a. voru steinar keyrðir fram á pöllum svo óeirðaseggirnir gætu gripið til þeirra við skemmdarstörf og innbrot í búðir.

„Við stöðvum þetta núna”

Bandaríkjaforseti bauð öllum ríkjum aðstoð Þjóðvarðliðsins og hafa a.m.k 21 ríki þegið þá aðstoð. Til ágreinings kom milli Bandaríkjastjórnar og nokkurra fylkisstjóra/borgarstjóra eins og í Washington og New York sem í byrjun neituðu að setja á útgöngubann en neyddust síðar til þess, þegar skemmdarverkamönnum hafði tekist að skapa mikið tjón.

Donald Trump hvatti fylkisstjóra á netfundi mánudagsmorgun að gefa ekkert eftir í baráttunni gegn skemmdarverkum og gagnrýndi að hans mati slappleika í viðbrögðum sumra. Forsetinn tilkynnti í gær að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að stöðva lögleysuna, skrílslætin og skemmdarverkin og myndi styðjast við herinn til þess ef fylkisstjórnir gætu ekki haldið uppi lögum og reglu sjálfar. Alls hefur útgöngubann að kvöldi og næturlagi verið sett á í meira en 40 borgum að sögn CNN og kemur bannið í kjölfar þeirra ferðatakmarkana sem kórónuveiran hefur valdið.

Forsetinn í neðanjarðarbyrgi

Óeirðir voru við Hvíta húsið s.l. föstudag og laugardag og var Bandaríkjaforseti færður í sérstakt neðanjarðarbyrgi á meðan öryggisverðir kljáðust við mótmælendur. Særðust um 60 öryggisverðir í þeim átökum.  Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur lýst yfir að samtökin ANTIFA eru hryðjuverkasamtök en þau voru áberandi í mótmælunum síðustu daga.

Eru miklar umræður í Bandaríkjunum um hlut þeirra í skemmdarstarfi og eyðileggingu sem bitnar einna mest á sjálfum blökkumönnunum víða í Bandaríkjunum.  M.a. ræddi sænska sjónvarpið við litaða íbúa hverfis sem alla tíð höfðu unnið gegn rasisma en þurftu núna að verja heimili sín og umhverfi gegn þeim sem þóttust berjast gegn rasisma. Patrick Carter sagði „þetta er hverfið mitt, ég bý hérna en engir að þeim sem eru að „mótmæla og þykjast vilja koma á einingu á götunni eiga heima hér. Við sem búum hér mótmælum friðsamlega fyrir hönd Floyd en hinir skapa vandamál.”


Lögreglumenn víða í Bandaríkjunum tóku þátt í mótmælunum með friðsömum mótmælendum eins og myndbandið hér að neðan  ber með sér:

Í nótt héldu óeirðir og ofbeldisverkin áfram og er nú svo komið að ráðist er að lögreglumönnum með skotvopnum og hefur að minnsta kosti einn lögreglumaður í Las Vegas týnt lífi í árásum næturinnar. Fregnir herma að lögregla hafi svarað skothríðinni og hæft árásarmanninn. Hægt er að lesa nánar um málið hér.

Þá var skotið á fjóra lögreglumenn í St. Louis og voru þeir fluttir særðir á sjúkrahús. smelltu hér til þess að lesa nánar.

Þá var lögreglumaður ekinn niður í miðborg New York snemma í morgun en sjá má myndband af atvikinu hér að neðan. Rétt er þó að vara viðkvæma við myndbandinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila