Trump: „Við þurfum að endurvekja heilög bönd kærleika og tryggðar sem bindur okkur saman sem eina þjóðlega fjölskyldu.”

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til þjóðarinnar í nótt að „valdaskiptin 20. janúar færu fram á lipran, skipulagðan og aðfinnslulausan hátt.” Bað hann þjóðina að sýna samstillingu og sátt eftir uppþotið við þinghúsið í Washington. Trump minnti á að Bandaríkin eru og munu alltaf verða land þar sem lög og regla eru virt.

Joe Biden löglega kjörinn forseti

Nokkrum tímum áður staðfesti þingið atkvæði kjörmanna fyrir Joe Biden á sögulegum fundi, þar sem hluti þingmanna töldu kosningasvik í tafli og þyrfti að rannsaka útkomu kosninganna í sjö fylkjum. Vegna uppþotsins varð að stöðva þinghöld og eftir að þing kom saman á ný var greinilegt að innrás fólks á þingið, beitingu skotvopna með dauða fólks í kjölfarið inni í þinghúsinu setti sín mörk. Voru umræður um kosningasvindl því skornar niður og atkvæðagreiðslur um staðfestingu kjörmanna afgreiddar með meirihluta þingmanna og Joe Biden því löglega kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Trump fordæmir árásina á þingið

„Þetta augnablik þarfnast lækningar og sátta” sagði Trump. „2020 hefur verið tími áskorana fyrir fólkið okkar, ógnvekjandi farsótt hefur leyst upp líf meðborgaranna, einangrað milljónir manna á heimilum sínum, skaðað efnahag okkar og krafist óteljandi lífa. Að sigrast á farsóttinni og endurreisa stærsta efnhagskerfi jarðar krefst þess að við vinnum öll saman. Það mun krefjast nýrra áherslna á afstöðu meðborgaranna til föðurlandsástar, trúar, velgjörða, samfélags og fjölskyldunnar. Við þurfum að endurvekja heilög bönd kærleika og tryggðar sem bindur okkur saman sem eina þjóðlega fjölskyldu.”

Forsetinn fordæmdi einnig ofbeldisaðgerðir sem komu fram, þegar mótmælendur ruddust með valdi inn á þinghúsið og stöðvuðu löggjafann á sameiginlegum fundi beggja þingdeilda, þar sem staðfesting kjörmanna og talning atkvæða þeirra fór fram. Hófust þingstörf ekki að nýju fyrr en lögreglan og þjóðvarðliðið höfðu rýmt þingið og tryggt öryggi þingmanna.

Sendi Þjóðvarðilið strax á vettfang til að sigrast á árásarmönnum

„Eins og allir Bandaríkjamenn er ég reiður vegna lögleysi ofbeldisins og upplausnar” sagði Trump. „Ég sendi Þjóðvarðliðið umsvifalaust á staðinn skv. ríkislögum til að tryggja öryggi þingshússins og kasta út árásarmönnum. Bandaríkin eru og munu alltaf vera þjóð sem fylgir lögum og reglum. Þeir mótmælendur sem fóru inn í þinghúsið hafa flekkað setur bandaríska lýðræðisins.” Trump varaði við því að þeir sem brytu lögin „verða látnir borga fyrir það” og bætti við að „þeir sem leggja fyrir sig ofbeldi og eyðileggingu eru ekki fulltrúar lands vors. Tilfinningarnar eru miklar eftir nýafstaðnar, ákafamiklar kosningar. En núna verður að lægja öldurnar og og koma á ró aftur.”

Segja ranglega að Trump hafa hvatt til árása á þinginu

Fjölmiðlar, fyrrum embættismenn og þingmenn sem gagnrýna Trump segja hann ábyrgan fyrir árásinni á þinghúsið. Heyrast raddir sem ranglega fara með að forsetinn hafi skipað mótmælendum að ráðast á þingið. Forsetinn hafði í ræðu til fólksfjöldans í Washington fyrr um daginn endurtekið ásakanir um kosningasvindl og óánægju með ýmsa fjölmiðla og nokkra þingmenn. Trump hafði mörgum sinnum beðið mótmælendur um að fara með friði á Twitter áður en mótmælendur fóru að þinghúsinu og í ræðu sinni hvatti hann fundarmenn sérstaklega til að gæta þess að mótmælin færu friðsamlega fram. Þegar árásarmenn brutust inn í þinghúsið sendi hann frá sér myndband sem Twitter fjarlægði, með sérstöku boði til stuðningsmanna um að „fara heim.”

Öryggisreglur þingsins verða endurskoðaðar

Blaðafulltrúi Hvíta hússins Kayleigh McEnany sagði einnig í tilkynningu á miðvikudaginn að forsetinn hefði fyrirskipað Þjóðvarðliðinu að fara og verja þinghúsið og koma árásarmönnum burtu. Mitch McConell repúblikanskur fulltrúi meirihluta öldungardeildarinnar tilkynnti að atburðirnir á miðvikudaginn leiddu til endurskoðunar á öryggisreglum þingsins. „Gærdagurinn sýndi algjör mistök stofnana, reglna og undirbúnings sem ætlað er að tryggja fyrsta hluta alríkisstjórnarinnar. Núna verður málið rannsakað nákvæmlega og grundvallarleg endurskoðun gerð til að framkvæma grundvallarbreytingar.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila