Mikilvægt að fólk lesi vel yfir skilmála þegar það kaupir sér tryggingar

Smári Ríharðsson framkvæmdastjóri Tryggja.is

Það er gríðarlega mikilvægt að fólk sem kaupir sér tryggingar lesi vel yfir skilmála þeirra trygginga sem þeir ætla að kaupa.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Smára Ríkarðssonar hagfræðings og framkvæmdastjóra hjá Tryggja.is en hann var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Hann segir fólk oft brenna sig á því að hafa ekki keypt þær tryggingar sem það hélt að það væri að kaupa og oft sé því um að kenna að skilmálar hafa ekki verið lesnir nægilega vel yfir

ef þú lest skilmálana vel þá sérðu allar upplýsingar um hvaða tjón viðkomandi trygging nær yfir og þá geturðu bætt við annari tryggingu ef sú trygging sem þú ert að kaupa nær ekki yfir allt það sem þú vilt tryggja þig fyrir

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila