Tugir þúsunda póstatkvæða í Pennsylvaníu dagsett áður en atkvæðaseðlarnir voru sendir til kjósenda

Að sögn The Epoch Times voru yfir 20 þúsund atkvæði sem send voru með pósti í Pennsylvaníu til kjörstjórnar dagsett áður en kjörstjórnin sendi út atkvæðaseðlana til kjósenda. Önnur 80 þúsund atkvæði eru minnst sagt vafa bundin þar sem 51 þúsund voru dagsett næsta dag eftir að kjörstjórn sendi atkvæðaseðlana til kjósenda, 35 þúsund atkvæði voru send til kjörstjórnar sama dag og kjörstjórn sendi út seðlana og yfir 23 þúsund atkvæði bárust kjörstjórn degi áður en kjörstjórnin sendi atkvæðaseðlana til kjósenda. Yfir 9 þúsund póstatkvæða hafa enga dagsetningu.

Myndin sýnir dæmi um skráningu atkvæða sem komu degi áður en atkvæðin voru send út sbr. – 1 Day

Tekur 2-5 daga fyrir venjulegt bréf með póstinum

Samkvæmt bandaríska póstinum tekur sending venjulegs pósts milli 2-5 daga. Ómögulegar og ótrúlegar dagsetningar um sendingu póstatkvæða vekur spurningu um að allt sé ekki með felldu. Fyrir utan þau atkvæði sem nefnd eru að ofan eru yfir 43 þúsund atkvæði send tveimur dögum eftir kjörstjórn sendi þau út sem er ótrúlegur hraði en ekki ómögulegur ef viðkomandi hefur sjálfur afhent kjörstjórn bréf sitt. Atkvæði sem vafi leikur á í Pennsylvaniu er um 4% heildaratkvæða.

Myndband frá netinu um hugsanlegan galla forrits við talningu atkvæða

Þetta myndband fer víða og er fullyrt að við talningu hafi tölur Trumps allt í einu minnkað en aukist hjá Biden að sama skapi. Töluvert er rætt um galla í tölvuforriti sem komið hefur í ljós að flutt hefur skyndilega yfir atkvæði frá Trump til Biden.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila