Tveggja tala verðbólga í þriðja hverju aðildarríki ESB

Verðbólgan er um 20% á ársgrundvelli í Eistlandi núna. Myndin er frá torginu í gamla bænum í Tallin (mynd @ Pinochet68 CC 3.0).

Um 20 % verðbólga í Eistlandi – Tyrkland með 70% verðbólgu

Verðbólgan æðir áfram í Evrópu eins og enginn morgundagur sé í boði. Neytendavísitalan hefur rokið upp í Eistlandi, Litháen og Búlgaríu og er verðbólgan núna tveggja stafa tala eða tíu prósent eða meira í þriðja hverju aðildarríki Evrópusambandsins.

Financial Times skrifar að alvarlegustu verðhækkanir séu í Eystrarsaltslöndunum.

Að sögn blaðsins eru níu aðildarríki Evrópusambandsins með verðbólgu yfir 10 prósentum og er mesta hækkunin í Eistlandi þar sem neysluverð hefur nú hækkað um tæplega 20% á ársgrundvelli.

Önnur lönd með mikla verðbólgu eru Litháen með 16,8 % verðbólgu, Búlgaría 14,4 %, Tékkland 14,2 %, Rúmenía 13,8 %, Lettland 13 %, Pólland 12,4 % og Slóvakíen með 11,7 %.

Þýskaland hefur áður greint frá, að aldrei áður í sögu hagstofunnar hafi verðbólgan mælst jafnmikil og núna í ár. Er það m.a. vegna mikilla verðhækkana á gasi og olíu. Verðbólgan var 7,4% á ársgrundvelli í apríl í Þýskalandi.

Tyrkland með stöðu umsóknarríkis að ESB síðan 1999, hefur 70 % verðbólgu vegna hruns gjaldmiðilsins.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla mun gríska hagstofan ELSTAT á næstunni birta hækkun gríska vísitölu neysluverðs með 10,2 %, sem setur Grikkland einnig á listann yfir ESB-ríki með tveggja stafa verðbólgu.

Deila