Tveir látnir eftir skotárás í Osló

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir skotárás við London Pub í Osló og fregnir herma að fleiri séu alvarlega særðir. Árásin var gerð fyrir stundu nálægt svæði þar sem nú fer fram þriggja daga tónlistarhátíð en hana sækja meðal annars Íslendingar sem búsettir eru í Noregi. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

Sjónarvottar segja að þeir hafi séð mann koma á staðinn með poka og hann hafi sótt skotvopn í pokan og hafið skothríð á viðstadda að því er virtist af handahófi. Lögreglan hefur lokað nærliggjandi götum til þess að tryggja aðgengi bráðaliða að staðnum. Lögreglan segir að flest bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki.

Smelltu hér til þess að sjá beina útsendingu vg.no frá staðnum.

Uppfært 04.50:

Tveir látnir, yfir 20 særðir þar af þrír alvarlega

Tore Barstad aðgerðarstjóri lögreglunnar segir að kl. 0.19 í nótt hafi lögreglan gripið mann sem talið er að hafi skotið á mannfjöldann. Hann segir, að

„Nokkrir hugrakkir einstaklingar hafa sýnt hetjulega framkomu við handtöku ódæðismannsins.“

London Pub er vinsæll næturklúbbur samkynhneigðra og Pride hátíðin er í gangi á mörgum stöðum í Osló. Rohan Sandemo Feernando blaðafulltlrúi Oslo Pride segir við VG að bætt hafi verið fólki m.a. með áfallahjálp vegna þeirrar ringulreiðar, hræðslu og örvinglunar sem skotárásin skapaði. Ástæðan fyrir árásinni er enn óljós.

Farið með 14 á sjúkrahús

Farið var með 14 særða á sjúkrahús og eru þrír alvarlega særðir. Að auki særðust 12 aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglan tók tvær byssur, sem árásarmaðurinn notaði en hefur enn ekki gefið upp um hvers konar vopn er að ræða.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila