Tvö börn 5 og 6 ára gömul skotin í suður Stokkhólmi í gærkvöldi – voru úti að leika sér – eru heppin að vera á lífi

Skotárásir glæpahópa krefjast sífellt nýrra tolla saklausra. Korter yfir átta í gærkvöldi var lögreglan kvödd að hverfinu Visättra i Flemingsberg suður af Stokkhólmi og þegar hún kom á staðinn fann hún tvö særð börn.

Samkvæmt lögreglunni voru börnin úti að leik þegar skotárásin hófst. Börnin, fimm ára gömul stúlka og sex ára gamall drengur fengu byssukúlur í fæturna að sögn Aftonbladets. Farið var með börnin á spítala og eru þau ekki í lífshættu. Að sögn blaðsins hefur þriðji skotsærður einstaklingur leitað sjúkrahúshjálpar. Lögreglan segist vita af þriðja skotsærða aðilanum en heldur sér við börnin tvö að svo komnu. Mikill fjöldi lögreglumanna kom á staðinn og var stóru svæði lokað af og rætt við íbúana.

Samkvæmt Expressen var skotið á tveimur stöðum í Flemingsberg í gærkvöldi og var hinn staðurinn í grennd við héraðsdóm Södertörn.

Níu handteknir

Lögreglan handtók samanlagt 9 einstaklinga í gærkvöldi og í morgun gaf saksóknari út þá yfirlýsingu að allir væru handteknir grunaðir um morðtilræði og brot á vopnalögum. Saksóknarinn verður í síðasta lagi miðvikudagskvöld að ákveða um framhald handtökunnar.

Fyrir tveimur vikum var einn maður drepinn í skotárás í hverfinu við hliðina á fótboltavelli og ber viðmælendum Aftonbladets saman, að mjög ótryggt sé í hverfinu. Virðist sem glæpamönnum hafi lent saman á göngubrú meðal leikandi barna og skotið og skotin þá lent á börnunum.

Ekki óhætt að leyfa börnum að leika úti

Einn íbúanna segir við Aftonbladet, að hann hafi heyrt skot og það hafi verið afskaplega óhuggulegt, þar sem hann eigi börn sjálfur: „Ég þori ekki lengur að leyfa börnunum að vera úti og leika sér.“

Eftir morðið á lögreglumanninum Andreas Danman fékk forsætisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven spurninguna, hvað foreldrar eigi að segja við börnin vegna allra skotárása í landinu. Svar hans var að „að börnin geti verið örugg um að þau verða ekki myrt í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Sú fyrirsajánlega framtíð birtist aðeins nokkrum dögum eftir þessi „róandi“ orð forsætisráðherrans.

Jimmie Åkesson sagði í kvöldfréttum, að Svíþjóðardemókratar krefðust afsagnar Morgan Johanssonar, dómsmálaráðherra. Johan Forsell hjá Móderötum sagði að glæpamennskan og obeldið væri innlend hryðjuverkastarfsemi sem þyrfti að taka allt öðrum tökum en ríkisstjórnin hefði gert fram að þessu. Aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng.

Uppfært 19. júlí:

Skotin smábörn hafa í kjölfar myrts lögreglumanns skerpt allar pólitískar línur í Svíþjóð. Dæmi um gríðarlega umræðu á netmiðlum er tíst talsmanns Móderata Tobias Billströms her að neðan en hann spyr hvort ríkisstjórnin muni bara snúa sér á hina hliðina í hengirúminu eftir barnaskotin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila