Tyrkland hleypir Svíþjóð og Finnlandi inn í Nató

Tyrkland, Svíþjóð og Finnland hafa undirritað samning. Tyrkir fékk kröfur sínar samþykktar og munu hleypa Svíþjóð og Finnlandi inn í bandaríska hernaðarbandalagið NATO. „Ríkisstjórnin fórnar Kúrdum í Svíþjóð til að gerast aðilar að NATO“ skrifar Linda Snecker, Vinstriflokknum Svíþjóð, á Twitter. Tyrkland er „stóri sigurvegarinn“ í samningnum, segir annar (mynd sksk enews).

Tyrkir hætta við að beita neitunarvaldi sínu á umsókn Finnlands og Svíþjóðar

Á leiðtogafundi NATO í Madríd var ákveðið að Svíþjóð og Finnland fengju formlega stöðu umsækjenda í NATO.

Þegar sænska sjónvarpið SVT spurði Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar „hvort allt væri frágengið núna“ svaraði hún:

„Já. Við höfum náð samkomulagi núna á milli Svíþjóðar, Tyrklands og Finnlands, sem þýðir að Svíþjóð mun hafa stöðu umsóknarlands í NATO. Það er mikilvægt. Það mun auka öryggi Svíþjóðar og sænsku þjóðarinnar.“

Að sögn Andersson hefur m.a. verið útskýrt fyrir Tyrkjum að Svíþjóð hafi hryðjuverkalög sem verða hert frá og með 1. júlí í ár. Einnig á að vinna við enn frekari breytingar á lögunum til að herða baráttuna gegn hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum. Löndin hafa einnig rætt um, hvað Svíþjóð muni geta lagt til hernaðarbandalagsins.

Tyrkland virðist hafa fengið kröfur sínar samþykktar „punkt fyrir punkt“ skrifar Expressen meðal annars um afnám vopnasölubanns til Tyrklands og samþykki að vinna saman gegn því sem Tyrkir túlka sem „falsupplýsingar.“

Samningurinn í stuttu máli milli Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands

• Svíþjóð og Finnland lýsa yfir fullum stuðningi við Tyrkland og baráttu Tyrklands gegn ógnum við öryggi landsins og lofa að hætta að styðja samtök eins og YPG, PYD og Gülen hreyfinguna.

• Svíþjóð og Finnland samþykkja að berjast gegn starfsemi PKK og útibúum þeirra ásamt öðrum samtökum sem Tyrkland skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Löndin hefja samstarf um varnir gegn hryðjuverkum.

• Svíþjóð og Finnland staðfesta, að ekkert viðskiptabann er á vopnaútflutningi til Tyrklands. Svíþjóð mun beyta lögum um vopnaútflutning varðandi bandamenn NATO.

• Aukið samstarf á öllum stigum við tyrknesk stjórnvöld, lögreglu og öryggisþjónustu gegn hryðjuverkum, skipulagðri glæpastarfsemi og öðrum áskorunum.

• Svíþjóð og Finnland lofa að skrifa undir framsalssamning hryðjuverkamanna við Tyrkland.

• Svíþjóð og Finnland samþykkja að rannsaka og hætta allri fjármögnun til PKK og annarra hryðjuverkahópa.

• Svíþjóð og Finnland samþykkja að berjast gegn því, sem Tyrkir líta á sem „falsupplýsingar“ og koma í veg fyrir að lög landanna leyfi markaðssetningu hryðjuverkasamtaka eða hvatningul ofbeldis gegn Tyrklandi.

• Þróað verði samstarfskerfi á milli landanna til að tryggja að farið sé eftir ákvæðum samningsins.

Samninginn má lesa á ensku hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila