Tyrkland hótar að stöðva Nató-aðild Finnlands og Svíþjóðar

Erdogan segir Norðurlönd vera miðstöð hryðjuverkamanna og slíkum löndum sé ekki treystandi sem meðlimum í Nató. (Mynd © Nato).

Erdógan segir það mistök að samþykkja NATO-aðild Finnlands og Svíþjóðar

Bandaríkin gætu átt erfiðara verkefni framundan en búist var við, þegar stórveldið þarf að fá öll 30 aðildarríkin til að samþykkja aðild Svíþjóðar og Finnlands inn í hernaðarbandalag NATO. Hið hernaðarlega öfluga Tyrkland setur sig gegn aðild Svía. Ekki er samt ljóst, hvort Tyrkland muni beita neitunarvaldi sínu.

Erdogan Tyrklandsforseti telur það vera mistök að leyfa Svíþjóð og Finnlandi að gerast meðlimir NATO, segir í frétt frá ABC.

„Við erum ekki hlynntir aðild landanna“ sagði Erdogan við fréttamenn í Istanbúl.

Með því að hleypa Svíþjóð inn í hernaðarbandalagið, þá myndu Tyrkir gera sömu „mistök“ og þegar landið féll fyrir þrýstingi Bandaríkjamanna og hleypti Grikkjum inn í NATO aftur árið 1980. Að sögn Erdógans leiddi þetta til þess, að Grikkir fóru að koma fram við Tyrkland eins og þeir hefðu allt NATO að baki sér.

„Í Tyrklandi viljum við ekki endurtaka sömu mistökin aftur. Að auki starfa skandinavísku löndin, sem skjól fyrir hryðjuverkasamtök. Þau hafa einnig þingmenn hjá sumum þessara landa.“

Búist við að sænska ríkisstjórnin sendi inn aðildarumsókn til NATO með Finnlandi í byrjun næstu viku

Sem eitt af 30 NATO-ríkjum verða Tyrkir að samþykkja finnsku og sænsku aðildarumsóknirnar að NATO til að Finnland og Svíþjóð geti gengið í bandalagið. Erdogan segir þó ekki beint, að hann ætli að beita neitunarvaldi til að stöðva umsóknirnar.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að sameiginleg öryggisgreining sænsku flokkanna á afleiðingum hugsanlegrar NATO-aðildar hefur verið kynnt, þar sem sagt er að „vopnuð árás“ en ekki „hernaðarárás“ á Svíþjóð geti orðið afleiðing aðildarumsóknar til NATO.

Vinstriflokkurinn og Græningjar segja nei við NATO. Ein af rökum nei-manna er, að Tyrkland sé hluti af bandalaginu en Tyrkir standa í átökum við Kúrda.

Skilaboð um að jafnaðarmenn hafi skipt um skoðun á NATO koma núna á sunnudag. Á mánudaginn mun sænska þingið ræða aðildarumsókn Svíþjóðar. Strax þar á eftir mun sænska ríkisstjórnin senda inn aðildarumsóknina samtímis með Finnlandi.

Deila