Úígúrskar konur vitna um kerfisbundnar nauðganir í kínverskum „endurhæfingarbúðum”

Kerfisbundnar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi. Í viðtölum við BBC vitna konur um ofbeldið í svo kölluðum endurhæfingarbúðum í Xinjiang. Bandaríkin, Bretland og Ástralía fordæma ástandið en Kína segir frásagnirnar uppspuna. Breska BBC greinir frá vitnisburði kvenna sem hafa verið í búðunum. Ein kvennanna Tursunay Ziawudun lýsir því, hvernig konur voru teknar úr fangaklefum og nauðgað af einum eða fleiri kínverskum mönnum sem báru grímur. Hún hefur einnig orðið fórnarlamb hópnauðgana og pyndinga í þrjú skipti: „Öskrin bergmáluðu í byggingunni” segir hún. Sumar konurnar sem voru teknar til hópnauðgana komu aldrei aftur. Þær heppnu sem komust aftur til baka var hótað, ef þær segðu frá því sem gerðist og lifðu í þögn og stöðugum ótta. „Þú getur ekki sagt frá því sem gerðist, þú getur aðeins lagst með lokaðar varir. Það er búið þannig um hnútana að sálarþrek allra er brotið á bak aftur.” Ziawudun getur ekki lengur eignast börn vegna ófrjósemisaðgerða og hún er stöðugt kvalin vegna lífmóðursblæðinga. Henni tókst að flýja til Kazakhstan og síðar í öruggt skjól í Bandaríkjunum.

Eftir heimsókn 2014 gaf Xi Jinping sjálfur fyrirmæli um að „sýna enga miskun”

Lýsingar Tursunay Ziawudun eru skelfilegar en henni var nauðgað mörgum sinnum í „endurhæfingarbúðunum.”

Samkvæmt óháðu mati eru um ein milljón Úígúra í svo kölluðum endurþjálfunarbúðum, þar sem Úígúrar og aðrir minnihlutahópar fá „endurþjálfun” samkvæmt Kína. Það sem um er að ræða er stjórnmálalegur heilaþvottur sem aðgerðarsinnar segi að ræni Úígúra menningu, máli og trú sinni. Grimmd Kínverja gagnvart Úígúrum varð að skipulagðri stefnu eftir að formaður kínverska kommúnistaflokksins Xi Jinping heimsótti héraðið 2014 eftir hryðjuverkaárás úígúrskra aðskilnaðarsinna. Skömmu síðar skipaði hann yfirvöldum staðarins að „sýna enga miskun.”

Einnig koma frásagnir um þvingandi aðgerðir til að koma í veg fyrir barneignir og mannréttindabrot gegn Úígúrum. Á árinu 2014 neyddust 200 þúsund konur að ganga með spíral til koma í veg fyrir barneignir. 2018 var talan komin upp í 330 þúsund konur. Þvingandi beinar ófrjósemisaðgerðir á konum hafa einnig aukist á svæðinu og 2018 voru a.m.k. 60 þúsund konur gerðar ófrjóar. Úígúrar eru minnihluta kynþáttaflokkur um 10 milljónir talsins og meirihluti þeirra eru trúandi múslímar.

Þetta segir Kína að sé „skóli” en þetta eru endurhæfingarbúðir fyrir Úígúra sem eru í senn fangelsi og þrælkunarbúðir. Gervihnattarmyndir, sú til vinstri er frá 2017 og sú til hægri frá 2019 sýna stækkun búðanna, þar sem Tursunay Ziawudun var haldið í fangelsi.

Bandaríkjamenn segja ástandið „sér í lagi svívirðilegt”

Umfjöllun BBC og annarra fjölmiðla frá Xijiang héraðinu hafa vakið umheiminn til umhugsunar. Fulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins segir í viðtali við Reuters, að „fólk sé afar slegið vegna frásagnanna sem innihalda vitnisburði fórnarlambanna sjálfra um kerfisbundnar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum í endurhæfingarbúðum fyrir þjóðarflokk Úígúra og aðra múslíma í Xinjiang.” Sagði fulltrúinn að slík framkoma fengi alvarlegar afleiðingar án þess að segja nákvæmlega, hverjar slíkar afleiðingar gætu orðið nema að „Washington mun ásamt bandamönnum sínum tjá sig um grimmdarverkin og meta hæfilegar aðgerðir til þess að þeir sem bera ábyrgð munu hljóta dóm og ekki halda áfram með slík ofbeldisverk í framtíðinni.”

Nigel Adams, ráðherra í Bretlandi með augað á Asíu, hefur sagt að frásagnir BBC sýni „á skýran hátt grimman verknað.” Breski þingmaðurinn Nus Ghani krefst þess, að Adams hindri að Bretar styrki bönd sín með Kína, þangað til að búið sé að rannsaka glæpina. Hann segir að umfjöllun BBC „bætist við vaxandi fjall sannana sem sýni hvílíkt ódæði kínversk yfirvöld fremja í Xinjiang – ódæðisverk sem geta til og með verið þjóðarmorð.” Samkvæmt Adams hefur Bretland verið í forsvari fyrir því að krefja Kína til svars og Bretar vinna með öðrum löndum í Evrópu ásamt nýju ríkisstjórninni í Bandaríkjunum til að auka pressuna á Kína. Þá hefur utanríkisráðherra Ástralíu, Marise Payne, krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar fái aðgang að komast til Xinjiang svo fljótt sem auðið er.

Þjóðarmorði Kína á Úígúrum mótmælt.

Ekki hægt að loka augunum fyrir stefnu Kína

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands segir á Twitter að „alþjóðasamfélagið getur ekki lokað augunum fyrir stefnu Kína sem traðkar á mannréttindum og kúgar minnihlutahópa.” Marin segir að ekki sé hægt að beina lokaða auganu að þvílíkri grimmd vegna viðskiptalegra eða efnahagslegra hagsmuna. Segir forsætisráðherra Finnlands að „mannréttindi verða ætíð að vera í fyrirrúmi í tvíhliða og marghliða viðtölum þjóða.”

Utanríkisráðuneyti Kína neitar öllum frásögnum fjölmiðla um hvernig komið er fram við Úígúra og ásakar BBC og aðra fjölmiðla um að birta falsfréttir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila