Úkraína bannar rússneska menningu

Úkraína bannar rússneskar bókmenntir og tónlist…

Úkraínska þingið hefur sett ný lög sem gera það að verkum að bannað er að gefa út og flytja inn rússneskar bókmenntir og að spila rússneska tónlist segir í frétt Reuters.

Ein nýju laganna bannar prentun bóka skrifaðar af rússneskum ríkisborgurum, nema höfundarnir afsali sér rússneskum ríkisborgararétti og gerist Úkraínumenn. Bannið nær til þeirra sem hafa haft rússneskt ríkisfang eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991.

Einnig verður bannað að flytja inn bækur prentaðar í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og á hernumdum úkraínskum landsvæðum í viðskiptalegum tilgangi. Sérstakt leyfi þarf til að flytja inn bækur á rússnesku frá öllum öðrum löndum.

Einnig banna nýju lögin að spila megi tónlist í fjölmiðlum og í almenningssamgöngum, sem samin er af fólki sem voru rússneskir ríkisborgarar eftir 1991.

Lögin verða að vera undirrituð af Volodymyr Zelenskiy forseta til að taka gildi, en samkvæmt Reuters er ekkert, sem bendir til þess að hann sé andvígur tillögunum, sem nutu mikils stuðnings á þinginu.

Deila