Úkraína í sjálfheldu vegna skammtímaskulda

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri

Ástandið í Úkraínu er slæmt og fjárhagstaðan einnig, erfiðlega hefur gengið að koma málum í gott horf og deilur stórveldanna Rússlands og Bandaríkjanna hafa slæm áhrif á landið.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri í þættinum Heimsmálin. fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugsson.

Hilmar segir að þrátt fyrir að skuldir Úkraínu séu ekki háar í sjálfu sér felist efnahagsvandinn helst í því að skuldirnar séu flestar bundnar í skammtímalánum

þeir eru að greiða 11 milljarða bandaríkjadala á ári vegna þessara skulda og vegna vandans missa þeir frá sér vinnuafl úr landi og vandinn eykst þannig áfram, og eins og staðan er er ekki fýsilegt fyrir þá að fara í Evópusambandið, deilur stórveldanna hafa þarna áhrif líka og þau eru í raun að slíta landið í sundur„,segir Hilmar.

Hlusta má á afar fróðlega greiningu Hilmars á efnahagsástandinu í Úkraínu í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila