Úkraína lokar fyrir gasið til Evrópu

Úkraína stöðvar þriðjung rússneskra gasflutninga til Evrópu og vísar til aðgerða „rússneskra hernámsmanna“. Interfax-Úkraína segir frá.

Úkraínska fyrirtækið OGTSU hefur tilkynnt að lokað verði fyrir gasflutninga um Luhansk í dag, miðvikudag.

Að sögn Úkraínu kom ekkert annað til greina og vísaði til „force majeure“ og hernáms Rússa á svæðinu. Segir OGTSU ekki hafa möguleika til að annast gasflutninginn gegnum Úkraínu en samningur er á milli Úkraínu og Rússlands, sem Úkraínumenn brjóta núna með lokuninni.

Gasnetið um Sokhranivka, sem er stöðvað, stendur fyrir þriðjungi rússnesks gass til Evrópu – allt að 32,6 milljónum rúmmetra á dag.

Úkraína segir að hægt sé að færa gasflutninga yfir í aðra miðstöð Sudzha, sem er á yfirráðasvæði Úkraínu. Rússneski gasrisinn Gazprom heldur því hins vegar fram, að það sé „tæknilega ómögulegt“ að flytja starfsemina þangað.

Eftirmálar hljóta að verða vegna ákvörðunar yfirvalda Úkraínu að stöðva gasafhendingu Rússlands til kaupenda í Evrópu.

Deila