Úkraínski herinn hörfar frá Sievjerodonetsk

Úkraínuher neyðist núna til að hverfa frá borginni Sevierodonetsk. Þetta tilkynnti Sergei Haidai, yfirmaður hersins í Luhansk, að sögn Kyiv Independent.

Sevierodonetsk er síðasta stórborgin í Luhansk-héraði í Donbass, sem verið hefur undir stjórn Úkraínu og á undanförnum vikum hafa geisað hörð átök í borginni.

Sergei Haidai segir:

„Það er tilgangslaust að vera áfram á þessum stöðum, sem hafa verið tættir sundur í marga mánuði, bara til að vera áfram.“

Fyrir stríð voru um 160 þúsund íbúar í Sevierodonetsk en stór hluti borgarinnar er núna sundursprengdur af Rússum. Samkvæmt Sergej Hidai, þá hafa þeir íbúar, sem enn eru eftir í borginni, engan aðgang að vatni, rafmagni eða bensíni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila