Úkraínskur embættismaður: Bandaríkin semja áætlun um að sökkva Svartahafsflota Rússlands

Stuttu eftir að Reuters birti sérstaka frétt um, að Hvíta húsið ætlaði að flytja háþróuð flugskeyti gegn skipum til Úkraínu sagði embættismaður í Kænugarði, að Bandaríkin væru að smíða áætlun um að sökkva Svartahafsflota Rússlands.

Bandaríkin senda Úkraínumönnum vopn til að granda Svartahafsflota Rússlands

Anton Gerashchenko, ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins, tísti (sem síðar var eytt):

„Bandaríkin eru að undirbúa áætlun um að eyðileggja [rússneska] Svartahafsflotann. Árangur Úkraínumanna á [rússneskum] herskipum sannfærði [Bandaríkin] um að undirbúa áætlun um að opna [úkraínskar] hafnir. Rætt er um afhendingu öflugra vopna gegn skipum.“

Gerashchenko vitnaði í frétt Reuters um áætlun Washington að senda Harpoon og Naval Strike eldflaugar til Úkraínu. Eldflaugarnar hafa allt að 300 km skotvídd og kosta 1,5 milljónir dollara stykkið.

Þrír bandarískir embættismenn auk tveggja heimildarmanna á þinginu sögðu, að Hvíta húsið væri enn að vinna að sendingu háþróaðra vopna til Úkraínu og þyrfti að leysa ýmis skipulagsmál svo hægt væri að ganga frá flutningamálunum.

Pentagon neitar ekki að verið sé að vinna að áætlun um að sökkva rússneska flotanum

Utanríkisráðuneytið neitaði ekki spurningu Newsweek um, að verið væri að vinna að áætlun um að sökkva rússneska flotanum. Fulltrúi ráðuneytisins sagði:

„Þegar átökin breytast, þá breytist einnig hernaðaraðstoð okkar til þess að skila þeirri mikilvægu getu, sem Úkraína þarfnast í baráttunni í dag, þegar hersveitir Rússa taka þátt í endurnýjaðri sókn í austurhluta Úkraínu.“

Hins vegar afneitaði varnarmálaráðuneytið harðlega fullyrðingum úkraínska embættismannsins. „Ég get alveg sagt þér að það er ekki satt“ sagði John Kirby, talsmaður Pentagon við fréttamenn síðdegis á fimmtudag. Afneitun Pentagon varðaði fullyrðingu úkraínska embættismannsins um, að Bandaríkin ætluðu að aðstoða við að sökkva Svartahafsflotanum en ekki um fyrirhugaðan flutning vopna til að granda skipum.

Gerashchenko sagði, að árás á Svartahafsflota Rússa myndi hjálpa til við að opna hafnir Úkraínu. Rússar hafa yfirráð yfir Svartahafinu í dag og eru hindrun fyrir möguleikum Úkraínu að nota hafnirnar. SÞ hafa hvatt til þess að slakað verði á höftum á hafinu og leyfa matvælaútflutning frá Úkraínu til að draga úr matvælaskorti í heiminum.

Rússland býðst til að létta af hindrunum á Svartahafi gegn afléttingu refsiaðgerða gegn Rússlandi

Moskvu hefur boðið upp á diplómatíska lausn á baráttunni um Svartahafið. Á fimmtudaginn lögðu yfirvöld Rússlands til, að hindrunum á Svartahafi yrði aflétt og dregið yrði úr refsiaðgerðum gegn Rússlandi í staðinn. Rússneska utanríkisráðuneytið segir vandamálið stærra en bannið, því það felur í sér refsiaðgerðir vestrænna ríkja um takmörkun á útflutningi áburðar.

Shashank Joshi tísti 21. maí:

„Þrír bandarískir embættismenn og tveir heimildarmenn á þinginu sögðu, að verið væri að athuga með beina sendingu til Úkraínu eða flutninga hjá evrópskum bandamanni á tveimur tegundum öflugra flugskeyta gegn skipum, Harpoon… og Naval Strike flaugar.“

Andrey Rudenko utanríkisráðherra Rússlands sagði:

„Þú verður ekki aðeins að höfða til rússneska sambandsríkisins heldur einnig að kafa djúpt ofan í þær flóknu ástæður, sem hafa skapað núverandi matvælakreppu. [Refsiaðgerðir] trufla eðlilega fríverslun, sem tekur til matvæla eins og hveitis, áburðar og fleira.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila