Ulf Kristersson leiðtogi Móderata nýr forsætisráðherra Svíþjóðar

Rétt í þessu lauk atkvæðagreiðslu sænska þingsins um forsætisráðherra Svíþjóðar. Ulf Kristersson fékk 176 atkvæði og 173 þingmenn greiddu atkvæði gegn kjöri hans. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna risu úr sætum og klöppuðu lengi fyrir nýja forsætisráðherranum, sem boðar algera stefnubreytingu í mörgum málum eins og innflytjendamálum og orkumálum.

„Þetta er stórt, ég er þakklátur“

Ný hægri ríkisstjórn tekur við völdum í Svíþjóð eftir ríkisráðsfund með sænska kónginum kl 13.00 á morgun. Í fyrramálið mun forsætisráðherrann kynna ráðherralista nýju ríkisstjórnarinnar. Ulf Kristersson sagði eftir útnefningu þingsins:

„Þetta er stórt, ég er þakklátur og ánægður fyrir traustið, sem ég hef fengið frá þinginu og einnig auðmjúkur yfir því verkefni sem er framundan hjá okkur. Við reynum að gera allt eins fljótt og við getum, en fyrst þurfum við að mynda ríkisstjórn áður en hægt er að taka ákvarðanir.“

Hvort Tidö-samkomulagið haldi eftir gagnrýni nokkurra frjálshyggjumanna, segir Kristersson:

„Það er margt sem er utan við samninginn í sænskum stjórnmálum og búast má við því að hluti þess sem gerist á fjórum árum verði fyrir utan samningsinn. Viðhorf mitt er að stuðla að eins víðtæku samstarfi og mögulegt er.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila