Um pólitíska rétthugsun og áhrif hennar í framkvæmd

Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Sem frjálsir borgarar höfum við rétt og skyldu til að taka virkan þátt í að verja og viðhalda lýðræðinu. Þingmenn bera sérstaka ábyrgð í þessu sambandi og mega ekki afhenda allt vald til sérfræðinga eða gerast hugsunarlausar málpípur þeirra.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar í þættinum Í leit að sannleikanum í dag.

Arnar segir óheppilegt hvað ríkið er orðið umfangsmikið og þenst út sem aldrei fyrr

„það er óvíða stærri hluti vinnuafls sem vinnur fyrir hið opinbera en einmitt hér á Íslandi. Ríkið stjórnar menntakerfinu, allir læknar vinna meira og minna hjá ríkinu og fjölmiðlar eru styrktir af ríkinu og þetta er orðið óheilbrigt ástand. Ef menn ætla svo í krafti ríkisstyrkja að fara stjórna umræðunni í samfélaginu þá þarf maður ekki að vera stjórnmálafræðingur til þess að sjá það að er verið að bjóða heim, ekki bara hættu heldur er verið að búa til sjúkt ástand“segir Arnar.

Hann bendir á að í reynd fólk margvíslega fælt frá þátttöku í stjórnmálum. Margir sem ættu þar brýnt erindi forðist þennan vettvang, þrátt fyrir að eiga brýnt erindi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila