Umfangmiklar lögregluaðgerðir í Danmörku

Lögreglan í Danmörku leitar þriggja manna á svörtum Volvo um alla Danmörku. Lögregluaðgerðin er gríðarlega umfangsmikil, en um er að ræða umfangsmestu lögregluaðgerðir dönsku lögreglunnar í seinni tíð. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna mannanna þriggja er leitað en þó er vitað að bifreiðinni sem mennirnir eru taldir vera á var stolið í Svíþjóð í byrjun ágúst. Þúsundir lögreglumanna taka þátt í leitinni en mikil áhersla er lögð á að finna mennina og hefur fjöldi vegatálma verið settir upp og hefur lögregla stöðvað mikin fjölda bíla í leit sinni. Í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi sagði Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur nánar frá aðgerðunum en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila