Umferð um Hvalfjarðargöng minni í faraldrinum

Fjöldi þeirra bifreiða sem fóru um Hvalfjarðargöng fyrstu tíu mánuði þessa árs er 15% minni samanborið við árið í fyrra. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins sem spurði um tölfræði umferðar í göngunum á árunum 2015-2020.

Frá árinu 2015 hefur umferð um göngin aukist jafnt og þétt en umferðin minnkaði snarlega þegar farsóttin hófst hér á landi, hún hafi svo aukist aftur í sumar en síðan hafi snarminnkað aftur í haust.

Í svari ráðherra kemur fram að árið 2019 fóru alls 80.276 bílar um göngin frá 1. janúar til loka október. Á þessu ári (2020) var umferðin á þessum fyrstu tíu mánuðum samtals 68.293 bílar.

Hér er fækkun eftir mánuðum 2019 og 2020 (prósent í sviga):

Janúar 19/20: – 590 (-11%)

Febrúar 19/20: -207 (-3,4%)

Mars 19/20: -1.882 (-28%)

Apríl 19/20: -3.096 (-41%)

Maí 19/20: -645 (-8%)

Júní 19/20: -780 (-8)

Júlí 19/20: -539 (-5%)

Ágúst 19/20: -947 (-10%)

September 19/20: -1301 (-15%)

Október 19/20: -1987 (-27%)

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila