Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar sendir frá sér nýtt hálendiskort

Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar hefur sent frá sér nýtt kort af færð helstu fjallvega landsins. Helstu breytingar frá síðasta korti eru eftirtaldar:

Fjallabaksleið nyrðri (208): Búið er að aflétta akstursbanni frá Sprengisandsleið (26) og að Landmannalaugavegi (F224). Vegurinn er skráður ófær.

Fjallabaksleið nyrðri (F208): Búið er að aflétta akstursbanni frá Búlandi og upp að Hólaskjóli. Vegurinn er skráður ófær.

Landmannalaugavegur (F224): Búið er að aflétta akstursbanni á veginum en hann er skráður ófær.

Veiðivatnaleið (F228): Búið er að opna veginn fyrir 4×4.

Arnarvatnsheiði (578): Opnað var fyrir 4×4 að sunnanverðu upp að Norðlingafljóti sem og að norðanverðu upp að Arnarvatni stóra. Ennþá er þó akstursbann á kaflanum milli Arnarvatns stóra og brúarinnar yfir Norðlingafljót.

Öskjuleið (F88): Búið er að aflétta akstursbanni frá Hringvegi (1) og inn að gatnamótum við Austurleið (F910)

Flateyjardalsvegur (F899): Vegurinn var opnaður fyrir 4×4.

Arnardalsleið (F905) Búið er að opna veginn fyrir 4×4.

Brúarvegur (907) Búið er að opna veginn fyrir 4×4.

Austurleið (F910): Búið er að opna Austurleið (F910) fyrir 4×4 frá Kárahnjúkum og að gatnamótum við Arnardalsleið. Einnig er búið er að aflétta akstursbanni frá gatnamótum við Öskjuleið (F88) og inn að skálum við Dreka.

Smelltu hér til þess að skoða kortið nánar.

Deila