Lög brotin daglega við hótel í miðborginni

Eins og sjá má á þessari mynd er hópferðabifreiðinni lagt ólöglega

Vegfarendur sem leið eiga um miðborgina verða oftar en ekki fyrir því að hópferðabifreiðum er lagt ólöglega með þeim afleiðingum að stíflur myndast í ákveðnum götum, t,d við götur þar sem hótel eru rekin.

Vegfarandi sem átti leið um Brautarholt í morgun náði meðfylgjandi mynd af því ástandi sem skapast þegar bílstjórar hópferðabílstjóra leggja ólöglega, en á myndinni má sjá hópferðabíl lagt við gulan kant þar sem óheimilt er að leggja og hinum megin má sjá sorphirðubifreið.

Vegfarandinn sat fastur í um 20 mínútur og komst hvorki lönd né strönd og fékk vægast sagt óblíðar móttökur hjá fararstjóra hópferðabifreiðarinnar þegar hann benti á að henni hefði verið lagt ólöglega. Fararstjórinn hélt því hins vegar fram að svæðið væri ætlað til þess að leggja til þess að sækja og skila ferðamönnum.

Að sögn vegfarandans virðist lögregla lítið gera í málunum og segist hafa í þó nokkur skipti hafa keyrt á eftir lögreglubíl sömu leið þegar sömu aðstæður höfðu skapast án þess að lögregla hafi gert athugasemdir við lögbrot hópferðabílstjóranna á svæðinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila