Horfa þarf á umhverfismálin með heildstæðari hætti

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins

Menn eru of þröngsýnir og með of mikla sýndarmennsku þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsvanda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Bergþór bendir á að á meðan ekki sé tekið á mengunarvörnum um allan heim á sama tíma hafi aðgerðir hér á Íslandi lítil áhrif

ef við skoðum til dæmis álframleiðslu hér á landi þá er álið hér það umhverfisvænasta sem til er, ef við berum þetta svo saman við sambærilega verksmiðju í Kína sem gengur fyrir kolum þá liggur það í augum uppi að ef ekki er tekið á mengun úti í heimi þá höfum við hér lítil áhrif, það þarf að horfa á þetta a heimsvísu,”

menn vilja hins vegar horfa á þetta með þeim hætti að fara í miklar aðgerðir hér og vera með sýndarmennsku, stóra málið er að það skiptir bara engu máli hvaðan mengunin kemur því hún hefur alveg sömu áhrif, og fara þarf yfir hvaða þættir það eru í loftslagsmálum sem eru raunverulega af mannavöldum“,segir Bergþór.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila