Braskað með íslenskan mengunarkvóta í þágu erlendra fyrirtækja

The biggest brown coal power plant of the world.

Á Íslandi er braskað með mengunarkvóta og hann seldur erlendum fyrirtækjum sem menga mjög mikið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að þetta fyrirkomulag rími illa við stefnu íslenskra stjórnvalda sem gefi sig út fyrir að berjast gegn loftslagsbreytingum og hafi nú gengið svo langt að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum á Íslandi

og á sama tíma er verið að kvitta upp á leyfi fyrir álverksmiðju sem brennir sextíu þúsund tonnum af kolum á viku, þetta er auðvitað tvískinnungur„,segir Guðmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila