Ummæli Joe Biden um Pútín einsdæmi – Nýtt kalt stríð?

Ummæli Joe Biden forseta Bandaríkjanna um Vladimír Pútín sem féllu í viðtali í gær hafa vakið athygli um heim allan enda ekki á hverjum degi sem þjóðarleiðtogi stórveldis kalli annan þjóðarleiðtoga annars stórveldis sálarlausan morðingja.

Ummæli Joe Biden eru einsdæmi og bera Bandaríkjaforseta ekki gott vitni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að ummælin séu afar sérkennileg og einsdæmi sem séu líkleg til þess að hella olíu á eld í samskiptum ríkjanna sem hafa oft verið stirð en hafa farið hratt versnandi eftir að Biden tók við embætti. En eins og margir muna voru samskiptin í tíð Donald Trump með besta móti.

Haukur bendir á að menn hafi ekki komið svona fram við andstæðinga sína í kalda stríðinu og því veltir Haukur því fyrir sér hvaða afleiðingar ummælin kunna að hafa

þetta hefur svolítin keim af því að vera svona kalt stríð“ segir Haukur.

Hann segir Rússa einsetja sér umfram allt að eiga góð samskipti við aðrar þjóðir og að sú stefna muni ekki breytast þó það sé afar ólíklegt að Joe Biden muni vilja taka í útrétta sáttarhönd Rússa.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila