Það tekur á sálina að setja sig inn í þann heim sem undirheimar Íslands eru

Baldvin Z leikstjóri

Það tekur mjög á sálina að setja sig inn í þann heim sem undirheimar Íslands eru. Þetta var meðal Þess sem fram kom í máli Baldvins Z leikstjóra í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag en í þættinum sagði hann meðal annars frá framleiðsluferli myndarinnar Lof mér að falla.

Baldvin sem kafaði djúpt ofan í undirheimana við framleiðslu myndarinnar sem meðal annars byggði mynd sína á dagbókarfærslum fólks sem tengdist undirheimum segir að það sem hann hafi séð og lesið sé skelfilegt ” svo þessi staða, þegar fólk er farið að lifa þannig lífi að lífið snýst um að leita að næsta skammti, vonleysið og tilgangsleysið verður algjört, og það er alveg óskaplega sorglegt“,segir Baldvin.

Hann segir myndina byggða á raunverulegum sögum og þá séu persónur myndarinnar eins og margir vita ekki tilbúnar persónur, heldur persónur úr grimmum raunveruleikanum og segist Baldvin hafa fengið að finna fyrir því vegna þess ” það hefur komið fyrir að mér hafi verið hótað“,segir Baldvin.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila