Undirritun forsætisráðherra á Marrakesh samkomulaginu ástæða flóðbylgju hælisleitenda – Ástandið breytist ekki nema þingið grípi inn í

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Undirritun forsætisráðherra á Marrakesh samkomulaginu þar sem engir fyrirvarar voru settir líkt og önnur norðurlönd settu og sú staðreynd að með undirskriftinni var forræði málaflokksins fært frá Íslandi til Sameinuðu þjóðanna er ástæða þeirrar miklu bylgju hælisleitenda sem hingað koma og að sögn Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins mun ástandið ekki breytast nema þingið grípi inn í. Ásmundur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í dag greindi meðal annars frá því í þættinum að hann hefði sjálfur kannað aðbúnað hælisleitenda á Ásbrú.

„það verður að segjast eins og er að þær aðstæður sem þar er boðið upp á eru ekki í takt við þær aðstæður sem við sjálf gætum sætt okkur við og eftir að hafa séð þetta með mínum eigin augum þá lét ég ráðherra vita hvert ástandið væri þarna, það er ekki spurning um að það sé vel tekið á móti fólki en aðstæður til búsetu eru ekki góðar“ segir Ásmundur.

Ásmundur segir að það sé lykilatriði að til þess að geta tekið á móti fólki þá verði að vera hægt að búa þannig um hnútanna að fólk búi við aðstæður sem fólki sé sæmandi og ljóst að þær aðstæður séu ekki fyrir hendi nú um stundir, bregðast verði við því nú þegar séu innviði sprungin undan álagi vegna þess mikla fjölda fólks sem hingað hefur leitað undanfarna mánuði.

„á meðan skilyrðin eru til staðar og reglurnar eru þannig úr garði gerðar eru um að það sé auðveldara að koma hingað en til annara landa og hér sé vel tekið á móti fólki þá er það bara þannig að þetta fólk sem er að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og maður hefur skilning á þá er þetta bara eins og með vatnið að auðvitað leitar það að auðveldustu leiðinni úr þeim aðstæðum sem það er og það mun bara halda áfram að aukast ef þingið grípur ekki inn í“segir Ásmundur.

Ásmundur segir að hann hafi varað við að svona gæti farið þegar útlendingalögum hafi verið breytt 2016 og hlotið harða gagnrýni fyrir, meira segja af hálfu samflokksmanna en nú sjái samflokksmennirnir að spá Ásmundar hafi ræst og ekki hafi undirskrift forsætisráðherra án nokkurra fyrirvara í Marrakesh ekki bætt ástandið heldur gert illt verra.

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ásamt Ásmundi stendur að þingsályktunartillögu um að færa Útlendingastofnun til Reykjanesbæjar og segir Ásmundur mun betra að hafa stofnunina á þeim slóðum þar sem fólk kemur inn í landið og sé góð viðbót við þá starfsemi sem þegar sé í Reykjanesbæ tengda löggæslu og tollamálum.

„það er auðvitað bara þannig að þar sem íþróttavöllurinn er þá er lang eðlilegast að búningaaðstaðan sé á sama stað“ sagði Ásmundur í myndlíkingarmáli.

Aðspurður um hvort hann telji að hér verði reistar flóttamannabúðir eins og víða í Evrópu segir Ásmundur.

“ ég held að það sé nú kannski það síðasta sem við viljum en ég vil benda á að samkvæmt þeim alþjóðasamningum og lögum sem við fylgjum, þar á meðal Shengen þá hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir við það að við að á Íslandi séu hælisleitendur ekki í lokuðum búðum eins og í nágrannalöndum okkar því samkvæmt samþykktunum eiga þeir ekki að vera úti í samfélaginu fyrr en þeir eru búnir að fá tilskilinleyfi en við höfum ekki haft það þannig hér á Íslandi heldur kemur þetta fólk bara hér beint inn í samfélagið okkar og við höfum ekki gert ahugasemdir við það“ segir Ásmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila