Undirstaðan eru fyrirtækin sem skapa verðmætin

Guðlaugur Þór Þórðarson

Undirstaða samfélagsins eru fyrirtækin sem skapa verðmætin og þá sér í lagi öll litlu og meðalstóru fyrirtækin sem skipta mjög miklu máli þegar kemur að verðmæta og atvinnusköpun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykajvík Norður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðlaugur segir að það verði að hafa í huga að þessi umræddu fyrirtæki skapi þær tekjur fyrir ríkið sem notað er til þess að reka það, honum hugnist ekki að færa rekstur í auknum mæli til ríksins eins og sumir flokkar sem séu í framboði vilji gera.

Hann segir að til þess að fjölbreytni verði í atvinnulífi sé nauðsynlegt að fyrirtæki fái umhverfi til þess að blómstra og bendir á máli sínu til stuðnings að ef fjölmiðlar væru allir á einni hendi væri úrvalið fremur litlaust, það sé því mikilvægt að gera rekstrarumhverfi fyrirtækja, lítilla og meðalstórra gott.

Guðlaugur bendir á að á kjörtímabilinu hafi mjög mikið verið lagt upp úr því að efla nýsköpun, ekki síst á sviði hugvitsfyrirtækja því slík fyrirtæki nýtist alls staðar í samfélaginu og spila stóran þátt í heildarmyndinni, sem dæmi megi nefna að slík fyrirtæki komi að matvælaiðnaði.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila