Undrandi á áhugaleysi borgarfulltrúa á atvinnumálum eldri borgara

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

Áhugaleysi borgarfulltrúa meirihluta á atvinnumálum eldri borgara er undravert og er í raun ruddaleg framkoma við eldri borgara. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur

Kolbrún segist hafa upplifað þetta áhugaleysi á borgarstjórnarfundi þar sem hún stóð fyrir umræðu í borgarstjórn um  atvinnumál eldri borgara í Reykjavík. Eftir inngang að umræðunni kom í ljós að enginn hafði sett sig á mælendaskrá og ætlaði forseti borgarstjórnar þar með að slíta umræðunni.

Kolbrún greip þá til þess ráðs að setja sjálfa sig strax aftur á mælendaskrá til að halda umræðunni gangandi og freista þess að kveikja áhuga borgarstjórnar á atvinnumálum eldri borgara. Kolbrún kallaði eftir auknum sveigjanleika í stað þess að skikka fólk til að hætt störfum sjötugt og færði fyrir því mýmörg rök

Hún segir að það hafi verið sár upplifun að verða vitni af þessu áhugaleysi meirihlutans í garð eldri borgara og atvinnuþátttöku þeirra þegar sjötugs aldri er náð.

Kolbrún segir atvinnumál eldri borgara vera eitt af forgangsmálum Flokks fólksins í borginni enda er talsverður fjöldi fólks sem kominn sé á eftirlaunaaldur sem enn hafi orku, getu og vilja til þess að vinna og því sé það óverjandi að gera þeim hópi ekki kleift að halda áfram störfum sínum eða fá annað við hæfi.


 Kolbrún ræddi einnig um börnin á biðlistum eftir sálfræðihjálp hjá skólum borgarinnar en þau telja nú 957.

Börn eiga ekki að þurfa að bíða eftir hjálp af þessu tagi. Vanlíðan barna hefur farið vaxandi samkvæmt skýrslu Landlæknis og Velferðarvaktarinna. Með því að láta börn bíða eftir svo mikilvægri aðstoð er verið að leika sér að eldi“ segir Kolbrún.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila