Undrandi á reglugerð Svandísar Svavarsdóttur um hvalveiðar

Jón Gunnarsson þingmaður dómsmálaráðherra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segist lítast ákaflega illa á reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðar og að hann skilji í rauninni ekkert í þessari reglugerð.

Jón segir að hann sé mikill stuðningsmaður hvalveiða og að stofnarnir séu nýttir skynsamlega.

„við stundum sjálfbærar veiðar á grundvelli mati vísindamanna og tugur þjóða í Hvalveiðiráðinu hafa samþykkt þessar stofnstærðir, mælingar og þann kvóta sem við erum að veiða, þannig að um það ríkir enginn ágreiningur, það er auðvitað ekki okkar að dæma hvort þessar veiðar séu arðbærar heldur þeirra sem standa í veiðunum og í heimi þar sem matvælaskortur er yfirvofandi þyrfti bæta í veiðarnar til þess að ná öllum þeim kvóta sem hefur verið úthlutað“

Hann segir ekkert vera um hvalveiðar í stjórnarsáttmálanum og Sjálstæðisflokkurinn og Framsókn séu hlynntir veiðunum.

„þessar ráðstafanir að það þyrfti að færa þessar veiðar sem næst því sem gerist í sláturhúsunum er auðvitað fásinna, hvernig á að vera hægt að færa veiðar á villtum dýrum til einhvers umhverfis sem er í sláturhúsum? þá þarf að fara að hafa eftirlit með hverri hreindýraskyttu og mynda þetta jafnvel, svo kannski laxveiðum líka og öðrum veiðum á villtum dýrum sem verið er að stunda“ segir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila