Undrast þögn um yfirvofandi fiskinnflutningsbann í Bandaríkjunum – Miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg

Arthúr Bogason

Það ríkir undarleg þögn um yfirvofandi fiskinnflutningsbann í Bandaríkjunum sem gætui orðið til þess að sala fiskafurða frá Íslandi til Bandaríkjanna leggist af. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arthúrs Bogasonar sjómanns og baráttumanns fyrir hagsmunum smábátasjómanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Ástæður bannsins má rekja til dómsmáls sem náttúruvernarsamtök höfðuðu í Bandaríkjunum gagnvart þarlendum stjórnvöldum og Útvarp Saga hefur áður greint frá og lesa má um hér.

Arthúr bendir á að nú styttist í að bannið taki gildi en bannið felst í að ekki megi flytja inn fiskafurðir til Bandaríkjanna sem veiddar hafa verið í veiðafæri sem mögulega geti valdið spendýrum skaða. Af þessu hefur Arthúr miklar áhyggjur og bendir á að um gríðarlega hagsmuni sé að ræða fyrir íslenskan sjávarútveg

ég skil ekki þessa þögn um þetta, embættismenn sýna af sér algjört sinnuleysi gagnvart þessu máli, hér ættu allir að vera öskrandi á torgum og vekja á þessu athygli, þögnin er algjör á meðan sú stund nálgast óðfluga að þetta skelli á okkur„, segir Arthur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila