Unga fólkið dæmt til þess að verða leiguþrælar framtíðarinnar

Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra

Unga fólkið á Íslandi er dæmt til þess að verða leiguþrælar framtíðarinnar og þess vegna hefur ríkið boðið upp á svokölluð hlutdeildarlán sem eiga að grípa utan um þann hóp. Þetta var meðal þess sem fram í máli Ásmundar Einars Daðasonar félags og barnamálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ásmundur segir að þegar hafi um 500 fjölskyldur nýtt sér þetta nýja úrræði sem felst í að ríkið leggi fram 25% af kaupverði vaxtalaust til þess að auðvelda ungu fólki að kaupa sér húsnæði.

Hann segir að úrræðið hafi gefið góða raun hingað til, og að hans vilji hafi staðið til þess að hafa úrræðið víðtækara, að það tæki til stærri hópa en þar hafi stjórnarsamstarf flokkana þvælst fyrir og því hafi það ekki náð fram að ganga.

Hann segir að hann vilji ganga lengra í þessum efnum

en þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptast einstaklingarnir og flokkarnir í nokkra hópa um það hvort þeir séu tilbúnir til þess að styðja við þa´ð úr opinberum sjóðum að allir eigi að geta komist í eigið húsnæði eða bara efri hluti samfélagsins„,segir Ásmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila