Unga fólkið fær ekki sínar fréttir frá meginstraums fjölmiðlum

Ungt fólk leitar ekki í efni meginstraums fjölmiðla og vill frekar styttri fréttaskýringar og lengri og dýpri viðtöl við einstaka persónur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Geirs Ágústssonar verkfræðings í þættinum Í leit að sannleikanum í dag en hann var gestur Arnars Þórs Jónssonar.

Geir sagði nýverið í færslu að hann teldi fjölmiðla ofmetna boðbera þvælu og rugls sem hefðu algerlega brugðist í heimsfaraldrinum og ef kafað er nánar ofan í málið er hann líklega ekki einn um þá skoðun. Hann bendir á að ungt fólk sé ekki á því að láta meginstraumsfjölmiðla stjórna skoðunum sínum eða hafa áhrif á það heldur leiti unga fólkið einfaldlega í aðrar óhefðbundnari fréttaveitur, sem eru að ná gríðarlegum vinsældum um þessar mundir.

“ það er ekkert að fylgjast með þessum hefðbundnu fjölmiðlum, það er til dæmis að fylgjast með Joe Rogan sem er með 11 milljón áhorf að meðaltali og hvað gerir Joe Rogan?, hann er að taka þriggja tíma viðtöl við alls konar fólk og svo eru það 20 mínútna hraðfréttaskýringar sem eru með um hálfa til eina milljón áhorfa, þannig unga fólkið er að kjósa með fótunum frá þessum meginstraums fjölmiðlum“ segir Geir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila