Ungir sprengjumenn handteknir á járnbrautastöðinni í Stokkhólmi – undirbjuggu morðtilræði

Þrír ungir menn voru handteknir þriðjudagskvöld á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi grunaðir um morðtilræði og sprengjuódæði.

Lögreglan var kölluð út um hálf átta leytið þriðjudagskvöld og var stóru svæði lokað vegna grunsamlegs hættulegs hlutar á stöðinni.

Miðvikudagsmorgun opnaði lögreglan svæðið að nýju og þá tilkynnti lögreglan um handtöku þriggja ungra manna. Voru þeir handteknir grunaðir um undirbúnings á morðtilræði.

Aftonbladet skrifar, að þessir þrír einstaklingar séu táningspiltar, sem voru handteknir með sprengju. Höfðu þeir einnig með sér kveikjuútbúnað til að virkja sprengjuna og föt til að dulbúast.

Lögreglan trúir að piltarnir séu tengdir glæpastarfsemi glæpahópanna og að markmiðið hafi verið að fremja sprengjuódæði en ekki endilega á sjálfri járnbrautarstöðinni.

Deila