„Engin mannréttindi að flytja til annars lands“

Peter Szijjarto utanríkisráðherra Ungverjalands

„Að flytja til Evrópu eru engin mannréttindi fyrir allt fólk í heiminum“ segir Peter Szijjarto utanríkisráðherra Ungverjalands í viðtali við RT.

Fjölmiðlar Vesturlanda lýsa oft fólksflutningi þriðja heimsins til Evrópu sem óhjákvæmilegum „grundvallarmannréttindum.“ Utanríkisráðherra Ungverjalands er því ósammála og segir að í staðinn séu það mannréttindi að geta verið „öruggur og tryggur“ þar sem maður býr og ef það er ekki mögulegt verði leyft að flytjast til „fyrsta örugga nálægasta lands.“

Szijjarto segir að „Stundum er vísað til mannréttinda sem ástæðu til afskifta af innanríkismálum í öðrum löndum á hugmyndafræðilegum grunni, stjórnmálalegum grunni og án nokkurrar gildrar ástæðu.“

Ungverjar þekkja vel þörfina á frelsi og mannréttindum vegna sögu landsins undir kommúnistastjórn. „Fólksinnflutningur er engin ástæða til að rjúfa landamæri öruggra landa. Það sem er mikilvægt er að bera raunverulega virðingu fyrir mannréttindum“ segir utanríkisráðherrann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila