Ungverjaland: „Fjöldainnflutningurinn er alvarleg ógn við mannkynið“

Péter Szijjártó utanríkisráðherra Ungverjalands

Utanríkisráðherra Ungverjalands Péter Szijjártó sagði á ráðstefni í Vínarborg þriðjudag að „samkomulag Sameinuðu þjóðanna um mannflutninga Global Compact For Migration væri ógn við mannkynið“  skrifar Hungary Today. Fjöldi ríkja m.a. Ísland hafa skrifað undir samninginn en mörg ríki skrifuðu ekki undir og benda á að „Sameinuðu Þjóðirnar reyni að lögleiða fólksinnflutning í öllum heiminum.“

Ungverjar gagnrýna samkomulagið harðlega og segja það ógna öryggi alls heimsins. Utanríkisráðherrann segir SÞ frekar eyða fé í að kynda undir fólksinnflutning í stað þess að berjast gegn hryðjuverkum. Segir Szijjártó samkomulag SÞ hvetja fólk til að yfirgefa heimalönd sín og fara t.d. til Evrópu.

„Eftir 2015 þegar fjöldi ólöglegra innflytjenda stórjókst, þá máttum við þola 30 alvarlegar hryðjuverkaárásir í Evrópu sem framdar voru af innfluttum einstaklingum. Að ýta undir fólksinnflutninga og lýsa á jákvæðan hátt er hreint út sagt mjög alvarleg ógn við gjörvallt mannkyn“ sagði utanríkisráðherrann.

Ungverjar krefjast þess að SÞ forgangsraði baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi fram yfir hvatningaráróður til fólks í þriðja heiminum um að flytja til Vesturlanda að sögn Hirado. Samtímis þarf að endurreisa öryggismál Evrópu að nýju og vernda álfuna gegn alþjóða hryðjuverkastarfsemi í fjórum þrepum: Endanlega vinna sigur á íslömskum hryðjuverkahópum, verja landamæri, styðja heimaríki sem fólk flýr frá svo íbúarnir geti snúið aftur til heimalanda sinna og gera baráttu gegn hryðjuverkum eitt af aðalverkefnum Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila