„Sjáið þið um ykkar mál” – Utanríkisráðherra Ungverjalands hirtir Ísland og önnur Norðurlönd fyrir að „dreifa falsfréttum”

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands

„Hættið að dreifa ósannindum og fölskum fréttum” eru skilaboð ungverska utanríkisráðherrans Peter Szijjarto til starfsfélaga sinna í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi.

Verður sendiherra Íslands ásamt sendiherrum hinna norrænu ríkjanna kallaður á fund utanríkisráðherra Ungverjalands í dag til að taka á móti ámælum vegna falsfrétta Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um Ungverjaland. 


Dagens Industri greinir frá því að utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa sent aðalritara Evrópuráðs ESB bréf, þar sem gagnrýnd er sú ákvörðun ungverska þingsins, að veita ríkisstjórn Ungverjalands undanþáguheimild í óákveðinn tíma til að ákveða aðgerðir gegn kórónufaraldrinum án þess að fá fyrst samþykki ungverska þingsins.

Victor Orbán hefur áður svarað slíkri gagnrýni með því að ekkert sé óeðlilegt við neyðarlögin vegna sjúkdómsfaraldurs kórónuveirunnar og að hann fái ekki meiri völd en Frakklandsforseti hefur venjulega. 
Í bréfi utanríkisráðherra Norðurlanda segir að „reglur réttarfarsríkis verði að ganga fyrir jafnvel í neyðarástandi”. Utanríkisráðherra Ungverjalands Szijjarto skrifaði í gær á Facebook, að gagnrýni utanríkisráðherra Norðurlanda væri bæði yfirdrifin og fölsk:


„Ósannindi um uppbyggingu einræðisríkis og endalaust, takamarkalaust vald. Ungverjaland er yfir þúsund ára þjóð og hafnar hástemmdri, hræsnisfullri leiðsögn. Ungverska fólkið ákveður sjálft hvað það vill og vill ekki. Það væri betra að utanríkisráðherrarnir sæju um sín mál sjálfir.”


Þórir Ibsen er sendiherra Íslands í Ungverjalandi.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila