Upplausn á ítalska þinginu þegar þingmenn mótmæltu græna ESB-passanum

Til handalögmála kom á ítalska þinginu á fimmtudagskvöld, þegar þingmenn mótmæltu Græna passanum. (Sksk Youtube)

Mikil mótmæli voru í Ítalíu í fyrri viku, þegar yfirvöld ákváðu að taka upp bólusetningarvegabréf til framvísunar til inngöngu á veitingastaði, í kvikmyndahús, æfingasali og söfn og í gærkvöldi kom til slagsmála á ítalska þinginu vegna málsins. Fyrir mánuði síðan ákvað ítalska ríkið að innleiða bólusetningarvegabréf fyrir ferðalög innan ESB, aðgang að elliheimilum og í brúðkaupsveislur. Nýju reglurnar taka gildi 6. ágúst og hefur verið kröftuglega mótmælt í Ítalíu sem og í öðrum löndum í Evrópu með svipaðar reglur.

Á myndbandi frá þingfundinum í gærkvöldi (sjá hér að neðan) sést uppþotið á þinginu, þegar hluti þingmanna gekk fram að púltinu með skylti sem á stóð „No Green Pass“ eða Engir grænir passar. Græni passinn er nýtt stafrænt vegabréf og margir óttast að verið sé að nota covid sjúkdóminn sem tylliástæðu til að koma á allsherjar eftirliti með öllum einstaklingum.

Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu segir að bólusetningarvegabréfið sé nauðsynlegt svo halda megi landinu opu en raddir heyrast um að hinar ströngu reglur muni fá neikvæð áhrif á ferðamenn. Ný kórónusmit hafa tvöfaldast síðustu vikuna í Ítalíu. Yfirvöld óttast einnig að bólusetningarherferðin meðal Ítala hafi stöðvast, þar sem svo margir yngri en 50 ára bóka ekki tíma fyrir fyrstu sprautuna.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila