Upprifjun: Erla Bolladóttir segir frá vistinni í Síðumúlafangelsinu

Fangelsið við Síðumúla

Í dag kl.13 verður endurflutt viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur frá árinu 2008 við Erlu Bolladóttur sem sat í einangrun um langa hríð í Síðumúlafangelsinu vegna Geirfinnsmálsins.

Í þættinum lýsir Erla með mjög nákvæmum hætti samskiptum sínum við lögregluna og rannsakendur málsins og hvernig þeir nálguðust hana sem persónulegir vinir í þeim tilgangi að blekkja hana til játninga í málinu og varpa sök jafnframt á aðra sem höfðu stöðu sakborninga í málinu.

Hún greinir meðal annars frá því hvernig lögreglumenn buðust til þess að gegna nokkurs konar hlutverki félagsþjónustu fyrir hana, t,d með því að sækja um barnsmeðlag fyrir hennar hönd og sjá um önnur mál sem ekki eru almennt í verkahring lögreglu. Í þættinum greinir Erla einnig frá því þegar hún var skyndilega látin taka inn getnaðarvarnapillur þegar hún sat í varðhaldi og hvernig lögreglumaður nauðgaði henni þegar hún var bjargarlaus í fangaklefanum.

Þátturinn verður svo birtur hér í fréttinni og á vefnum í dálknum eldri þættir, eftir að endurflutningi lýkur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila