Uppsagnir geta haft erfið tilfinningaleg áhrif á yfirmenn og þá starfsmenn sem ekki fá uppsagnarbréf

Ingrid Kuhlman ráðgjafi

Uppsagnir sem grípa þarf til vegna versnandi efnahags fyrirtækja geta haft afar neikvæð áhrif bæði á yfirmenn fyrirtækisins, þá starfsmenn sem eftir standa og starfsandann í fyrirtækinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingridar Kuhlman ráðgjafa í þættinum Heilsan heim í dag en hún var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Ingrid segir að stundum fái uppsagnir svo mikið á fólk, bæði þá sem eru stjórnendur og starfsmenn að það getur þurft að fá áfallahjálp. Þá segir Ingrid að framlegð starfsmanna sem eftir sitja getur dregist saman

það verður depurðarástand á vinnustaðnum, fólk finnur fyrir óöryggi og fer jafnvel að velta fyrir sér hvort það verði fyrir næsta niðurskurði sjálft, þá getur fólk orðið ósátt við hvernig staðið hefur verið að uppsögnum þannig þetta er flókið og fjölmargir þættir sem huga þarf að þegar þessi staða kemur upp innan fyrirtækja„,segir Ingrid.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila