Uppþot í kjölfar fangelsisdóms Jacob Zuma fv. forseta Suður-Afríku

Umfangsmiklar óeirðir hafa brotist út í Suður-Afríku og á samfélagsmiðlum er myndböndum dreift með atburðum eins og væru tekin úr hryllings- og dómsdagmyndum.

Seint í síðustu viku ákvað dómstóll að dæma Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, í 15 mánaða fangelsi fyrir andstöðu við dómstólinn. Gríðarleg reiði hefur gripið um sig meðal blökkumanna, sem sýna vanþóknun sína og ræna, brjóta og kveikja í öllu sem er á vegi þeirra.

Sky News segir, að óeirðirnar hafi byrjað í heimahéraði Zuma og síðan dreifst um landið. Herinn hefur verið kallaður til að skakka leikinn. Hingað til hafa að minnsta kosti sex manns verið drepnir og 219 handteknir. M.a. var kveikt í stórri verslunarmiðstöð.

Á einu myndbandi (sjá neðar á síðunni) sést m.a. hvernig vopnaðir óbreyttir borgarar, sem sagðir eru vera Indverjar í Durban, standa og skjóta á óeirðaseggi með rifflum.

Jacob Zuma var sakfelldur fyrir að mæta ekki við dómstólinn eftir að hafa neitað að fara á fund nefndar, sem rannsakar hann vegna umfangsmikillar spillingar á tíma hans sem forseta Suður-Afríku 2009-2018. Hinn 79 ára gamli stjórnmálamaður er þekktur fyrir aðskilnaðarbaráttu sína gegn hvítum. Hann hefur meðal annars sagt frá því, hvernig hann notaði galdra sem vúdú gegn hvítum meðan á þeim bardaga stóð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila