Upptökum úr öryggismyndavélum Alþingis eytt og því ekki tiltækar í Klaustursmáli

Í þinghaldi Landsréttar í gagnaöflunarmáli vegna Klaustursmálsins svokallaða kom fram að sum gögn sem þingmenn Miðflokksins fóru fram á að yrði aflað hafði verið eytt. Kom fram í þinghaldinu til að mynda að myndefni úr öryggismyndavélum Alþingis hafði verið eytt. Athygli vekur að upptökunum hafi verið eytt þrátt fyrir stutt sé síðan fundurinn á Klausturbar fór fram en samkvæmt lögum um persónuvernd þarf ekki að eyða slíkum gögnum fyrr en sex mánuðir séu liðnir frá upptökunum. Fram kom einnig í þinghaldinu að önnur gögn í málinu hafi verið tryggð og því eru þau tiltæk ef til frekari málareksturs kemur. Landsréttur féllst ekki á kröfur þingmannanna um öflun gagna en lesa má úrskurð landsréttar með því að smella hér.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila