Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda afbrota

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um fjölda afbrota. Maðurinn er meðal annars grunaður um nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir.

Síðasta brotið var framið í austurborginni í gærmorgun þar sem maðurinn var handtekinn á vettvangi. Gæsluvarðhaldið grundvallast m.a. á því að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum hans.

Fram kemur í tilkynningu að maðurinn hafi kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila