Úrskurði Héraðsdóms snúið við – Lárus hreinsaður af því að hafa brotið starfs og trúnaðarskyldu

Lárus Sigurður Lárusson

Lárus Sigurður Lárusson lögmaður sem vikið var frá störfum skiptastjóra með úrskurði héraðsdóms þar sem því var haldið fram að Lárus hefði brotið starfs og trúnaðarskyldu sem lögmaður hefur verið hreinsaður af þeim ásökunum.

Málið snerist um ásakanir á hendur Lárusi þar sem honum var gefið að sök að hafa ráðstafað eignum þrotabús án heimildar til Landsréttar sem sneri við ákvörðun Héraðsdóms í málinu. Þá var Lárus sakaður um að hafa ekki haldið skiptafundi þegar honum hefði borið að halda þá.

Fram kom í málinu að meðal þess sem skiptabúið bjó yfir hafi verið eign sem hafi verið mjög óhefðbundin og ekki hefði verið með einföldum hætti að verðmeta hana líkt og aðrar hefðundnar eignir.

Það var niðurstaða Landsréttar að þó fallast mætti á ákveðin atriði sem betur hefði þurft að gæta að væru þau atriði svo léttvæg að ekki væri hægt að færa fyrir því rök að Lárus hefði brotið gegn starfs og trúnaðarskyldum sinum. Lesa má dóminn með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila