Ursula Von der Leyen: „Nauðsyn fyrir ESB að byggja eigin ríksher”

Emmanuel Macron Frakklandsforseti t.v. kallar sendiherra heim frá Ástralíu og Bandaríkjunum vegna hernaðarsamstarfs Ástralíu, Breta og Bandaríkjamanna, sem þýddi að Frakkar misstu sölu kafbáta til Ástralíu. Samtímis talar Ursula Von der Leyen forseti ESB t.h. um nauðsyn þess fyrir ESB að „byggja upp eigin ríkisher.” (Mynd úr safni).

Í nýlegri ræðu forseta ESB, Ursula Von der Leyen, um framtíð ESB, lagði hún áherslu á að leiðtogar ESB samþykktu og sameinuðust um uppbyggingu „ríkishers ESB” sem ESB getur notað að eigin vild óháð ákvörðunum NATO og Bandaríkjanna. Kemur þessi krafa um eigin her eftir að Bandaríkjamenn fóru frá Afganistan með skottið á milli lappanna og Biden skildi eftir herbirgðir Bandaríkjanna með ógrynni vopna og hernaðartækja m.a. Blackhawk þyrlur.

Forseti ESB telur réttast, að framkvæmdastjórnin geti notað eigin her með eigin skipunum frá Brussel og krefst hún þess, að þjóðarleiðtogar ESB „sýni pólitískan vilja” til þróa sameiginlegan ríkisher. Er meiningin að „ríkisher ESB” komi í stað herafla aðildarríkjanna í sameiginlegum verkefnum.

Engin meining að hafa her sem aldrei verður notaður

„Hver er tilgangurinn að hafa her ef hann er aldrei notaður” spurði Leyen og vitnaði til upphafsins að sameiginlegum her ESB frá árinu 2007 með 1.500 hermönnum, sem aldrei hefur að fullu verið mannaður eða sendur í stríð.

Von der Leyen upplýsti, að hún hefði þegar átt samtal með Jens Stoltenberg, aðalritara NATO, sem fyrsta skref í áttina að „nýrri yfirlýsingu” um að nota her aðildarríkjanna undir fána ESB í stað NATO. Segir Leyen að slík yfirlýsing sé væntanleg fyrir áramótin. Þá munu hermenn landa eins og Austurríkis, Kýpur, Finnlands, Írlands, Möltu og Svíþjóðar, sem öll eru utan fyrir NATO samt sem áður taka þátt í stríðsaðgerðum NATO en undir fána ESB.

Her sem hægt verður að nota til árása á önnur lönd án samþykkis eða stuðnings Sameinuðu þjóðanna, NATO eða Bandaríkjanna

Leyen segir, að ríkisher ESB muni geta ráðist á önnur lönd að skipun frá Brussel. Ekkert leyfi eða samþykki þurfi að fá frá SÞ eða forystu NATO með Bandaríkjamönnum í fremstu línu. Slíkar árásir eiga að réttlætast með að verið sé að verja mannréttindi og samtímis verði komið með lögreglu, lögfræðinga, lækna, tæknimenn, hjálparstarfsmenn og mannréttindaaðgerðarsinna inn í viðkomandi land.

Leyen lagði einnig áhersu á leyniþjónustu ESB í framtíðinni, sem hefði aðgang að öllum þeim upplýsingum sem leyniþjónustur aðildarríkjanna söfnuðu saman. Verður efnt til „high-level toppfundar” á fyrri helming næsta árs þar sem þjóðarleiðtogarnir munu ræða og taka ný stór skref í hernaðarsamband aðildarríkjanna: „Það er tími til kominn að Evrópa (lesist ESB) taki skref upp á næsta stig.”

Þýskaland og Frakkland styðja og vilja vera leiðandi við byggingu „ríkishers ESB”

Bæði Annegret Kramp-Karrenbauer varnarmálaráðherra Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti styðja áform ESB og meina, að stóru löndin Þýskaland og Frakkland verði að leiða þróun hervæðingar Evrópusambandsins. Engin andmæli komu fram við ræðu forseta ESB um nánustu framtíð sambandsins. Flestir tóku undir orð Ursulu Van der Leyen. Danski og sænski kommissjónerarnir sátu og prjónuðu meðan þær hlýddu á ræðu forseta ESB. Engar umræður voru um efnahagsvandræði sambandsins eftir Brexit.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila