Bandaríkin krefjast þess að Kínverjar hætti við „þvingandi ófrjósemisaðgerðir, fóstureyðingar og fjölskylduáætlanir” gagnvart minnihlutahópum

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna krefst þess að Kína hætti „þvingandi ófrjósemisaðgerðum, þvingandi fóstureyðingum og þvingandi fjölskylduáætlunum” gagnvart Úígúrum og öðrum kynþátta minnihlutahópum í héraðinu Xinjiang. Pompeo lýsti aðferðum kínverska kommúnistaflokksins sem „skelfilegum og hemjandi” og þær væru liður í „stöðugum kúgunaraðgerðum”.

Krafa Bandaríkjastjórnar kom eftir að skýrsla Adrian Zens birtist um ófrjósemisverkefni kommúnistaflokksins gagnvart minnihlutahópunum en þar kemur fram að eðlilegar barneignir hafa hrunið á svæðinu eða 84% á árunum 2015 – 2018. 

Í skýrslunni kemur fram að aðgerðir Kommúnistaflokks Kína falli undir skilgreiningu Sameinuðu Þjóðanna á fólkmorði „að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir barneignir vissra hópa”.
Pompeo sagði: „Við krefjumst þess að Kínverski Kommúnistaflokkurinn hætti tafarlaust þessum hryllilegu aðgerðum og biðjum um stuðning allra þjóða að sameinast Bandaríkjunum í kröfunni um að binda endi á þessar ómanneskjulegar árásir”.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila